Við tökum að okkur drenlagnir og tengjum niðurföll þar sem þeirra er þörf.
Drenlagnir og niðurföll eru mjög mikilvæg og er ætlað að beina yfirborðsvatni ss. regnvatni frá útveggjum húsa eða til þess að koma í veg fyrir að pollamyndanir verði á plönum eða bílastæðum. Biluð drenlögn getur verið ein helsta ástæða raka í veggjum.