Vegna breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu býðst fólki nú að sækja um 100% endurgreiðslu virðiskaukaskatts í stað 60%, af framkvæmdum við heimili sín eins og hellulögnum og annari lóðavinnu. Frekari upplýsingar hér

Drenlagnir og niðurföll

Dren og niðurföll geta verið nauðsynleg til að koma yfirborðsvatni af plönum eða frá húsum.

Við tökum að okkur drenlagnir og tengjum niðurföll þar sem þeirra er þörf.

Drenlagnir og niðurföll eru mjög mikilvæg og er ætlað að beina yfirborðsvatni ss. regnvatni frá útveggjum húsa eða til þess að koma í veg fyrir að pollamyndanir verði á plönum eða bílastæðum. Biluð drenlögn getur verið ein helsta ástæða raka í veggjum.

Við útvegum allt efni sem þarf og komum þvi fyrir. PVC rör í drenlagnir og allar tegundir niðurfalla, ristar ofl.