Umsagnir
Meðmæli frá ánægðum viðskiptavinum
“Piltarnir frá BTverk lögðu fyrir okkur 40 fermetra stétt sumarið 2024.
Helga og Hilmar Krummahólum
Allt í sambandi við þá vinnu var til fyrirmyndar. Viðmót, ráðgjöf, tímaáætlun, vandvirkni, umgengni og verkskil - allt upp á tíu.”
“Við viljum þakka fyrir samstarfið frá því í fyrravor þegar við ákváðum að endurnýja lóðina hjá okkur og stéttina framan við húsið okkar hér í Háhæð í Garðabæ. Vinnan við þetta verkefni var mjög fagmannlega unnið, sérstaklega viljum við þakka fyrirkomulag á hleðslu á kanti meðfram göngustíg og hvernig stiklum var raðað meðfram gafli hússins. Einnig lagningu á þökum á lóð og uppsetningu fánastangar á lóðinni. Þessi vinna hefði ekki getað verið betur unnin og að okkar mati er alveg óhætt að gefa BT-verktökum fullt hús stiga fyrir þetta verkefni.”
Kveðja, Þorvaldur og Ólöf
“Við fengum BTverk til að taka garðinn okkar í gegn síðasta sumar. Þeir mættu þegar á umsömdum tíma, kláruðu verkið samkvæmt áætlun og skiluðu af sér frábæru starfi. Við erum ánægð með þeirra starf og munum leita til þeirra aftur næst.”
Hjón í KópavogiInstructor, Skate Nao
“Allt stóðst, vönduð vinnubrögð, frábært efnisval, stundvísi og áreiðanleiki! Við gætum ekki hafa fengið betri menn í þetta verk😀veröndin orðin svo falleg og mikill yndisreitur!”
Kær kveðja frá Nesbúum
“BT verktakar voru snöggir, gengu vel til verka, vandvirkir, ráðagóðir ( varðandi hitalögn og tengingar á henni) Tímaplan stóðst, Þægilegir í samskiptum, allir íbúar mjög sáttir.”
húsfélagið að Sléttahrauni 19-21, Hafnarfirði
“B.T. Verktakar komu og hellilögðu innkeyrsluna okkar, settu upp snjóbræðslu, steinahleðslu og förguðu gömlum trjárunnum. Verkið stóðst allar okkar væntingar, var unnið hratt og vel og allur frágangur til fyrirmyndar. Gætum ekki verið ánægðari!”
Röggi og Klara í Mosó
“Mælum hiklaust með BT verktökum. Öll samskipti traust og þægileg, allar tímasetningar stóðust og mjög röskir og vandvirkir í vinnu.”
Fjölskylda í Vesturbæ Reykjavíkur
“Við getum heilshugar mælt með BT Verk sem endurunnu og stækkuðu bílaplanið hjá okkur og aðkomu svo eftir er tekið í nágrenninu. Allt stóðst eins og stafur á bók, bæði tíma- og fjárhagsáætlun. Greinilega topp fagmenn á ferð með styrka verkstjórn.”
Fjölskylda í Hamrahverfi Grafarvogi
“Allt stóð eins og stafur á bók og afraksturinn ljómandi góður.”
Ingólfur V. Gíslason