Skjólgirðingar

Skjólgirðingar hafa þær þann augljósa kost að hefta vind og trekk sem gjarnan vill blása milli húsa

Skjólgirðingar eru hentugur kostur við lóðamörk.

Skjólgirðingar eru hentugur kostur við lóðamörk og til að búa til smá næði inní görðum. Við höfum mikið verið i skjólgirðingum síðustu misseri.  Þær hafa þær þann augljósa kost að hefta vind og trekk sem gjarnan vill blása milli húsa.

Þær eru ekki flóknar að gerð og því oft fljótlega unnar.

Við byrjum á að grafa niður blikkhólka með reglulegu millibili. Hólkarnir eru 75 cm á lengd og 25 cm í þvermál. Því næst er skjólgirðingastaur af fyrirfram ákveðinni lengd settur þar ofan í og stilltur af. Svo er steypt í kringum hann og látið harðna. Þegar allir staurarnir, sem oftast eru 95×95 mm, eru orðnir pikkfastir þá má byrja að smíða á milli.

Hvort tréverkið liggi lóðrétt eða lárétt fer alveg eftir smekk verkkaupans.