Hellulagnir | Hellulögn

Hellulagnir á verandir og bílastæði koma jafnan vel út séu réttar hellur valdar

Praktískt er að nota hellur í þrísteina-kerfi á bílastæði en stærri hellur á verandir þar sem borð og stólar munu standa.  Það mun koma i veg fyrir að húsgögnin ruggi eins og gæti gerst ef um smærri hellur væri að ræða.

Hellur á stígum meðfram húsi og inní görðum geta hinsvegar verið úr minni hellum , og þá sérstaklega þar sem stígar eru teknir í sveiga og beygjur. Hellulögn endist vel sé undirvinnan góð.

Hellulagnir á bílaplönum er einnig oftast úr smágerðari hellum og eru svokölluð þrí-steina kerfi vinsælust, eins og fyrr var nefnt . Þau búa yfir þeim eiginleikum að þau ganga síður úr stað og eru endingabetri.

Velja má um 6cm þykkar hellur og 8cm þykkar hellur í hellulögn.

Stærri hellur eru óæskilegar undir bíla sökum hversu brothættar þær eru.

Litaval á hellulögn skiptir að sjálfögðu máli og er fallegast að sjá steina sem passa við heildarútlit húss, málningu, gluggakarma , hleðslur, kantstein.  skjólgirðingu osfrv. Um marga liti er að velja en grár og svartur eru vinsælastir. Oftast er þá dekkri liturinn settur í ramma utan ljósa flötinn sem þekur þá mesta hluta svæðisins. Þessi constrast í hellulögn kemur einna best út.

  • Hellur endast vel og halda styrk sinum í áratugi.

  • Hægt er að kaupa sérstök hreinsiefni til að skerpa lit á eldri hellum.

  • Hægt er að halda hellulögn lausri við mosa með að cements-blanda fúgusandinn sem fer inn í fúgurnar.

  • Hellur rispast ekki eins auðveldlega og munstursteypa og þvi ekki eins viðkvæm fyrir nagladekkjum.