Jarðvegsskipti

Jarðvegsskipti eru nauðsynlegur undirbúningur fyrir hellulögn á svæðum sem ekki innihalda frostfrían jarðveg

Tökum að okkur alla almenna jarðvinnu og jarðvegsskipti.

Jarðvegsskipti fara þannig fram að fyrst er jarðvegurinn kannaður á verksvæðinu og verði niðurstaðan sú að hann sé óhentugur þarf að skipta um hann, allt niður á 70-80 cm dýpi. Sé þetta ekki gert þá munu hellulagnir taka á sig þvottabrettis-myndun strax á næsta vori og fljótlega verða ónothæfar.

Til að jarðvegsskipti séu sem árangursríkust er best að þjappa grúsina í lögum, með vatni til að ná hámarks þéttleika. Sökum hversu mikið rask þau fela í sér þá er þetta jafnan kostnaðarsamasti liðurinn í ferlinu þegar kemur að hellulögn.

Höfum til umráða vélar af öllum stærðum og gerðum til notkunar við jarðvegsframkvæmdir.