Snjóbræðsla

Flest venjuleg hús bera auðveldlega snjóbræðslukerfi sem getur brætt snjó undan 3-4 bílum ásamt göngustígum heim að útidyrum.

Snjóbræðsla er ódýr og sniðug lausn sem flestir kjósa.

Hérlendis er snjóbræðsla talin vera nokkuð nauðsynleg og gerir fólki kleift að ganga óhindrað alveg heim að dyrum.

Snjóbræðslukerfið er tekin inn að lagnagrind hússins. Við getum útvegað pípara til að tengja hana við grindina ef viðskiptavinurinn hefur ekki einn slíkann á sínum snærum. Affall húsa er notað, þar er að segja það vatn sem búið er að fara gegnum ofnakerfi hússins og gólfgeisla til að bræða snjó af bílastæðum og gönguleiðum.

Flest venjuleg hús bera auðveldlega kerfi sem getur brætt snjó undan 3-4 bílum ásamt göngustígum heim að útidyrum, eða samtals um 100 fermetra.

Hluti af okkar þjónustu er að bora fyrir snjóbræðslu inn í hús hafi ekki verið gert ráð fyrir lögnunum út við byggingu hússins.