Túnþökur / Torf

Torf er falleg og örugg lausn þar sem börn eru að leik. Veldu túnþökur á þinn garð!

Túnþökur/torf eru falleg og örugg lausn þar sem börn eru að leik

Tyrfing er ekki dýr lausn og frekar fljótgerð.  Hún er hinsvegar ekki án viðhalds eins og menn kannast við.

Til að túnþökur fái að njóta sín þá þarf að vanda undirvinnuna.

Gæta þess að rétt blanda af sandi/mold fari undir torfið og ekki er verra að smá vaxtarauki eins og fiskimjöl fái að fljóta með. Torf hefur heldur verið á undanhaldi í görðum landans undanfarin misseri á kostnað hellna og malar.  Engu að síður er falleg tyrfing örugg lausn þar sem börn eru að leik og getur samspil á fallegu torfi við rétta týpu af hellulögn og kantstein komið mjög skemmtilega út.

Okkar torfur koma af svæðinu í kringum Hellu og Hvolsvöll.

Við bjóðum ávallt upp á nýupptekið torf/túnþökur, og getur fólk valið um 3 mismundi gerðir.