Hleðsla

Algengast er að fólk velji hleðslur sem lausn við hæðarmismun t.d. milli lóða eða þar sem plön standa i halla

Falleg hleðsla er mikið garðaprýði

Hleðsla gefur garðinum nýja ásýnd og fallegt er að sjá hleðslur utan um blómabeð. Auk þess getur verið skemmtilegt að nota hleðslur td. úr náttúrugrjóti (sprengi- eða holtagrjóti). Hleðslur nýtast vel ef um mikinn hæðarmun er að ræða og hægt að nýta þær til þess að búa til stalla.

Framboð náttúrugrjóts fer eftir ytri aðstæðum á markaði en oftast er hægt að nálgast sprengigrjót af öllum stærðum og gerðum.

Mikið hefur borið á undanfarin sumur að fólk vilji láta hlaða fyrir sig sorptunnuskýli úr forsteyptum einingum.

Það er óumdeilanlega fallegra garðaprýði en þessi týpisku grá-hvítu einingar sem eru hífðar á staðinn. Hleðslan er þá þannig úr garði gerð að hægt sé að skrúfa hurðir og lok beint á hana.

Hleðslur eru einnig falleg lausn þegar kemur að þrepum.

Hægt er þá að stýra stærð uppstigs og framstigs þrepa eftir hentuleika. Okkar reynsla er að eins og með sorptunnuskýlin þá eru hlaðin þrep talsvert fallegri hlutur en þau forsteyptu og virðast eldast betur.