Trjáfellingar

Trjáfellingar eru oft nauðsynlegar þegar stór tré eru farin að skyggja of mikið á garða fólks

Tökum að okkur að fella tré í görðum fyrir einkaaðila jafnt sem húsfélög

Ekki aðeins getum við séð um allar trjáfellingar heldur sjáum við einnig um að fjarlægja rætur og rótarkerfi.

Ekkert tré er of stórt eða of lítið. Við höfum tekið niður 16 m hátt grenitré með aðstoð krabbabíls.

Trjáfellingar eru oft nauðsynlegar þegar stór tré eru farin að skyggja of mikið á garða fólks eða eru orðin of veikluleg sökum aldurs og/eða fúa, og eru farin að skapa hættu.

Ávallt er fyllsta öryggis gætt en eru trén tekin niður í pörtum ef aðstæður bjóða ekki uppá annað.

Oft vill fólk fá að halda eftir hlutum af bol trjánna fyrir arininn og er það þá alveg sjálfssagt að nýta græjurnar okkar til að koma þeim i hentugar stærðir.