Kantsteinar – Afmörkun og vernd
Kantsteinar eru notaðir bæði sem hleðslusteinar og til að afmarka beð, hvort sem er á jöðrum lóða eða sem stakar einingar.
Þeir eru einnig vinsælir til að skilja göngustíga frá grasflötum. Þar sem kantsteinninn stendur hærra en bæði hellulögn og gras, virkar hann sem hindrun gegn lífrænu smiti inn á gangstíginn og hægir á mosamyndun.
Svokallaður Umferðarkantsteinn er snilldarlausn á bílastæði þar sem hellulögn mætir malbiki og hlífir hann fyrstu röðum af hellum við álaginu þegar bíll keyrir inn á planið.
Hægt er að nota kantsteina til að afmarka lóðamörk á bílastæðum en þá er best að nota tromlaðan/óhvassan stein svo dekk á bílum verði ekki fyrir hnjaski.