Kantsteinar, þrep og beð

Við sjáum um allt þrennt – kantsteina, þrep og beð – og hægt er að skoða útlit þeirra á myndunum á síðunni. Oftar en ekki mynda þessir þættir samspil í görðum og eru jafnvel samofnir í eina heild.

Kantsteinar – Afmörkun og vernd

Kantsteinar eru notaðir bæði sem hleðslusteinar og til að afmarka beð, hvort sem er á jöðrum lóða eða sem stakar einingar.

Þeir eru einnig vinsælir til að skilja göngustíga frá grasflötum. Þar sem kantsteinninn stendur hærra en bæði hellulögn og gras, virkar hann sem hindrun gegn lífrænu smiti inn á gangstíginn og hægir á mosamyndun.

Svokallaður Umferðarkantsteinn er snilldarlausn á bílastæði þar sem hellulögn mætir malbiki og hlífir hann fyrstu röðum af hellum við álaginu þegar bíll keyrir inn á planið.

Hægt er að nota kantsteina til að afmarka lóðamörk á bílastæðum en þá er best að nota tromlaðan/óhvassan stein svo dekk á bílum verði ekki fyrir hnjaski.

Þrep – Hlaðin eða forsteypt

 

Við sérhæfum okkur í að hlaða þrep í görðum og bjóðum upp á fjölbreytt úrval steina sem henta ólíkum aðstæðum.

Hæðarmismunur og framstig: Í upphafi þarf að meta hæðarmismuninn sem á að brúa og framstig þrepanna til að tryggja þægilega notkun.

Bestu steinarnir: Okkar reynsla sýnir að Tröppusteinn og Kantsteinn séu bestu kostirnir fyrir hlaðin þrep.

Hlaðin þrep: Hlýlegt og áferðarfallegt val sem hægt er að laga að hvaða aðstæðum sem er.

Hlöðnu Þrepin eru mun oftar sá kostur sem er valinn í einka-görðum við sérbýli þar sem auðveldara er að aðslaga þau að heildarútliti bæði húss og garðs. Einnig fást þau i mun fleiri litar-afbrigðum.

Forsteypt þrep:

  • Fást í mismunandi lengdum og með tveimur framstigum.
  • Ljósari á lit og með skarpari áferð.
  • Erfiðara að laga að sérstökum aðstæðum, ólíkt hlöðnum þrepum sem alltaf er hægt að aðlaga.
  • Læsa sér vel og henta betur við fjölbýlishús og á gangstíga á bæjarlandi.
  • Hægt er að fá þau með hitalögnum fyrir hámarksbræðingu á ís og klaka, sem eykur öryggi þar sem umferð er mikil.

Beð – Frágangur og undirbúningur

fyrir gróðursetningu

 

Beð eru mikil prýði í görðum og hægt er að velja um að fá þau frágengin með gróðurmold.

Við getum hlaðið beð úr nokkrum tegundum af þar til gerðum einingum sem henta útliti garðsins sem best.

Flestir kjósa að sjá sjálfir um gróðursetningu eftir að beðið hefur verið undirbúið.

Við sjáum um allan frágang nema gróðursetningu sjálfa.

Við bjóðum einnig upp á að fjarlægja eldri runnagróður og bæta við nýrri gróðurmold fyrir endurnýjun á beði.