Hleðsla

Algengast er að fólk velji hleðslur sem lausn við hæðarmismun t.d. milli lóða eða þar sem plön standa i halla

Hleðsla –  Falleg og sterk lausn fyrir garða og lóðir 

Hleðslur eru mikið notaðar til að jafna hæðarmismun á lóðum, styrkja brekkur og skapa fallegt yfirbragð í görðum. Vel útfærð hleðsla getur breytt útliti lóðar, afmarkað beð og viðhaldið jarðveginum.  

Hleðslur fyrir hæðarmun og landmótun 

Algengasta notkun hleðslna er til að:

  • Brúa hæðarmun á lóðum og skapa stöðugt yfirborð
  • Búa til stuðningsveggi í hallaðri landmótun
  • Setja upp falleg blómabeð og afmörkun svæða 

Hleðslur eru ekki aðeins praktísk lausn heldur einnig garðaprýði, sér í lagi þegar þær eru gerðar úr náttúrugrjóti, svo sem sprengigrjóti eða holtagrjóti. 

Tegundir hleðslna – náttúrugrjót eða steyptar einingar 

Náttúrugrjóthleðslur:

  • Gefa náttúrulegt útlit og blandast vel umhverfinu
  • Eru sérlega endingargóðar og tímalausar 

Forsteyptar hleðslur:

  • Jafnar stærðir og þægileg uppsetning
  • Henta vel í formlegri hönnun 

Hleðslur fyrir sorptunnuskýli – sterkari og fallegri lausn 

Sífellt fleiri velja hlaðin sorptunnuskýli í stað hefðbundinna forsteyptra eininga. Hleðslan býður upp á:

  • Sterkari og fallegri skýli sem blandast betur við umhverfið
  • Möguleika á að festa hurðir og lok beint á hleðsluna fyrir snyrtilegt útlit 

Hleðslur fyrir stiga og þrep

Hlaðin þrep eru vinsæl lausn sem veitir meiri sveigjanleika en hefðbundin forsteypt þrep.

Með því að hlaða þrepin má stýra bæði uppstigi og framstigi til að tryggja

 þægindi og gott rými. 

Af hverju velja hlaðin þrep?

  • Sveigjanleiki í stærð og lögun
  • Fallegra og náttúrulegra útlit

Efnisframboð og sérlausnir 

Framboð á náttúrugrjóti ræðst af markaðsaðstæðum, en við getum útvegað sprengigrjót af öllum stærðum og gerðum fyrir hleðslur.