Jarðvegsskipti

Jarðvegsskipti eru nauðsynlegur undirbúningur fyrir hellulögn á svæðum sem ekki innihalda frostfrían jarðveg

Jarðvegsskipti – lykilatriði fyrir endingargóða hellulögn

Jarðvegsskipti eru nauðsynleg þegar undirlagið inniheldur ekki frostfrían jarðveg. Með réttum jarðvegsskiptingum er komið í veg fyrir sig, ójöfnur og skemmdir sem gætu gert hellulögn ónothæfa innan fárra ára. 

Fagleg jarðvinna og jarðvegsskipti 

Við tökum að okkur alla almenna jarðvinnu, þar á meðal jarðvegsskipti fyrir hellulagnir, malbikun og vegghleðslur þar sem traust undirlag skiptir máli. 

Ferli jarðvegsskipta:

  • Fyrst er jarðvegurinn skoðaður á svæðinu til að meta ástand hans
  • Ef hann er óhentugur, þarf að fjarlægja hann niður á 60–80 cm dýpi (fer eftir notkun)
  • Án réttra jarðvegsskipta geta hellur hreyfst og myndað þvottabrettis-áhrif þegar jarðvegurinn sígur 

Rétt framkvæmd jarðvegsskipta skiptir máli 

Til að tryggja sem bestan árangur er jarðvegur fjarlægður og fylltur með steinefnum í lögum sem eru þjöppuð með vatni fyrir hámarks stöðugleika. Þetta er lykilatriði fyrir endingargóða hellulögn og burð á því sem mun standa á svæðinu. 

Af hverju eru jarðvegsskipti mikilvæg?

  • Koma í veg fyrir sig og ójöfnur
  • Tryggja stöðugleika og lengja endingu hellulagnar
  • Veita traustan grunn fyrir bílaplön, verandir / palla og göngustíga 

Vélar og tækjabúnaður fyrir jarðvinnu 

Við bjóðum upp á vélar af öllum stærðum og gerðum fyrir jarðvegsframkvæmdir, hvort sem um ræðir minni svæði eða stærri verkefni sem krefjast umfangsmikillar vinnu.