Jarðvegsskipti – lykilatriði fyrir endingargóða hellulögn
Jarðvegsskipti eru nauðsynleg þegar undirlagið inniheldur ekki frostfrían jarðveg. Með réttum jarðvegsskiptingum er komið í veg fyrir sig, ójöfnur og skemmdir sem gætu gert hellulögn ónothæfa innan fárra ára.
Fagleg jarðvinna og jarðvegsskipti
Við tökum að okkur alla almenna jarðvinnu, þar á meðal jarðvegsskipti fyrir hellulagnir, malbikun og vegghleðslur þar sem traust undirlag skiptir máli.
Ferli jarðvegsskipta:
- Fyrst er jarðvegurinn skoðaður á svæðinu til að meta ástand hans
- Ef hann er óhentugur, þarf að fjarlægja hann niður á 60–80 cm dýpi (fer eftir notkun)
- Án réttra jarðvegsskipta geta hellur hreyfst og myndað þvottabrettis-áhrif þegar jarðvegurinn sígur