Skjólgirðingar / Trésmíði

Skjólgirðingar hafa þær þann augljósa kost að hefta vind og trekk sem gjarnan vill blása milli húsa

Skjólgirðingar – hagnýt og falleg lausn fyrir skjólgóða lóð 

Skjólgirðingar eru frábær lausn fyrir þá sem vilja draga úr vindi og trekk, skapa næði í garðinum og afmarka lóðamörk á snyrtilegan hátt. Við höfum sérhæft okkur í uppsetningu skjólgirðinga og höfum unnið fjölmörg slík verkefni undanfarin misseri. 

Af hverju að velja skjólgirðingu? 

  • Ver gegn vindi – dregur úr trekk á svæðum þar sem vindur blæs milli húsa
  •  Afmarkar lóðamörk – skapar skýr skil milli lóða á snyrtilegan hátt
  • Eykur næði og skjól – gerir garðinn notalegri og eykur notagildi 

Fagleg uppsetning skjólgirðinga 

Við leggjum áherslu á vandaðan frágang og tryggjum að girðingin sé sterk og endingargóð. 

Ferli við uppsetningu skjólgirðinga:

  1. Undirbúningur: Blikkhólkar grafnir niður með reglulegu millibili
  2.  Staurar stilltir af: Hólkarnir eru 75 cm djúpir og 25 cm í þvermál, þar sem skjólgirðingastaurar eru settir niður, stilltir af  og steyptir fyrir aukinn stöðugleika og festu.
  3. Girðing byggð upp: Þegar staurasteypan hafur harðnað, er smíðað á milli þeirra – annað hvort lóðrétt eða lárétt eftir óskum verkkaupans 

Val um stærðir/útlit :

  • Skjólgirðingastaurar oftast 95×95 mm en geta verið minni fyrir lágreistari girðingar 
  • Einfalt eða tvöfalt byrði
  • Val um lóðrétt eða lárétt spjaldaútlit 

Sérsniðnar lausnir fyrir skjólgóða lóð 

Hvort sem þú vilt skjól fyrir veðri og vindi eða ert að leita að greinilegri afmörkun lóðar, bjóðum við skjólgirðingar í mismunandi hönnun sem falla vel að umhverfi þínu.