B.T. verktakar ehf. er framsækið fyrirtæki á sviði hellulagna og almenns yfirborðsfrágangs

285_vinnukr_i___Small_Fyrirtækið hefur um 20 ára skeið skapað sér gott orðspor meðal viðskipavina sinna en í hópi þeirra má finna jafnt húsfélög, verktaka , einkaaðila,  ríki og borg. Þau verkefni sem við höfum tekið að okkur eru af öllum stærðum og gerðum eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Stofnendur fyrirtækisins eru Baldur Freyr Gústafsson og Þórir Kr. Þórisson.

Við leggjum mikla áherslu á vönduð vinnubrögð, snyrtilegt vinnusvæði og besta fáanlega hráefni sem tryggir hámarks endingu og gæði.

Öllum okkar verkum fylgir 3 ára ábyrgð. Meðmælendur eru til staðar og einnig bendum við fólki að tala við birgja eins og BMvallá og Steypustöðina ehf.